Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: C Röð: 12
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ljóð

sá gamli heldur slakur í dag
titrar á sinum hærri tóna
og fífugrár geislinn
að síðum og rís
líka við dogg –

og allt um kring rétthyrndar
grafir í hvítunni mósvartar
og lygnar af óræðu dýpi –

jú svo sem allt við það sama
það er elskulegt hérna mikil ósköp
gott að frétta er það ekki –
og svör eru greið hjá góðum börnum –
gengur á með krunkbólgnum éljum
í gljúfrunum svörtu og brosið ’ðess
hnitar hringa að snös og slítur úr nös
og válega hvín að vanda í tindum
en mosinn er mjúkur og kalsinn að hverfa
hiti að renna í huga og hönd
og miðið er gott og dauðafærið

Sigfús Bjartmarsson
  prenta