Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: É Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Landslag í Öræfum

Margan sumardag höfum við horft á blágræna jaka
sigla um jökullónið fram á rauðanótt og hugsað: á
morgun eða hinn daginn mun sólinni auðnast að sam-
eina þá vatninu í viðleitni sinni að breyta örfoka sandi í
frjóan svörð handa grængresi að halda sér í þegar næð-
ingar geisa              og jafnoft séð þessa djúpristu
ísnökkva færast aftur í aukana með veturnóttum uns
þeir urðu samfrosta við jökulsporðinn sem skríður yfir
landið og eirir engu lífi. Nú bíðum við vorsins milli
vonar og ótta eins og hér hefur löngum verið á bæjum
títt.

Einar Bragi
  prenta