Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: A Röð: 45
© Haukur Snorrason/photos.is 
L.P.

Á hálum steinum útí Gróttu lést ung kona. Hún fór að morgni
frá heimili sínu, í sumarkjól, á hjóli með bastkörfu á stýrinu.
Þetta er óvenjulegur útbúnaður fyrir íslenska konu og hefði átt
betur við í skógivöxnu landi. Það var íslenskt sumar og því
kaldur vindur þrátt fyrir bjartviðri. Yfir Esjunni var skýjabakki
en Móskarðshnúkarnir lýstu eins og glópagull í sólinni. Ekki er
vitað hvaða erindi stúlkan átti í fjöruna en leitarmaðurinn sem
kom að henni sagði að hún hefði greinilega bara runnið á
fjörugrjóti og blætt út meðan vindinn lægði og sólin lækkaði á
lofti. Höfðinu snéri hún í átt að jöklinum svo við henni hefur
blasað fegursta sýn lífsins meðan það fjaraði út.

Haukur Ingvarsson
  prenta