Landslag
   •  hafið - Einar Már Guðmundsson
   •  hafið - Jónas Hallgrímsson
   •  hafið - Hulda
   •  hamraborgir - Hugrún
   •  hamragil - Kristján Jónsson
   •  hamraþil - Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  haust - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  haust - Snorri Hjartarson
   •  haust - Hjördís Einarsdóttir
   •  heiðar - Hugrún
   •  heiðarbrúnir - Halldóra B. Björnsson
   •  heiðardalir - Hulda
   •  heiði - Guðmundur Böðvarsson
   •  heiði - Sigrún Björnsdóttir
   •  heiði - Jakobína Sigurðardóttir
   •  heiði - Jónas Þorbjarnarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Davíð Stefánsson
   •  hellar - Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  hestaslóð - Hannes Pétursson
   •  hestklettur - Jónas Hallgrímsson
   •  héla - Snorri Hjartarson
   •  hjarðbreiða - Snorri Hjartarson
   •  hjarn - Stefán Hörður Grímsson
   •  hlíðar - Hugrún
   •  hrafntinnubrot - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Davíð A. Stefánsson
   •  hraun - Steinunn Sigurðardóttir
   •  hraun - Snorri Hjartarson
   •  hret - Benedikt Gröndal
   •  hrím - Kristján Jónsson
   •  hver - Ingibjörg Haraldsdóttir
Dálkur: C Röð: 46
© Haukur Snorrason/photos.is 
Húsavík við Skjálfanda

Opið haf og heiðkvöld skær
þér himinn gaf.
Glóir vafinn Garðars bær
í geislatraf’.

Kinnarfjöllin bylgjublá
und bjartri mjöll
skjálfa öll í öldugljá
sem álfahöll.

Logns í böndum blundar sær
við bratta strönd,
inn með Söndum sést þó fjær
á silfurrönd.

Lítil alda leikur sér,
með ljósan fald.
Ægir sjaldnar sefur hér
en sýnir vald.

Hér er frítt – þó skorti skóg
og skjól sé lítt –
kveldskin hlýtt og hugrúm nóg
við hafið vítt.

Hulda

  prenta