Landslag
   •  hafið - Einar Már Guðmundsson
   •  hafið - Jónas Hallgrímsson
   •  hafið - Hulda
   •  hamraborgir - Hugrún
   •  hamragil - Kristján Jónsson
   •  hamraþil - Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  haust - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  haust - Snorri Hjartarson
   •  haust - Hjördís Einarsdóttir
   •  heiðar - Hugrún
   •  heiðarbrúnir - Halldóra B. Björnsson
   •  heiðardalir - Hulda
   •  heiði - Guðmundur Böðvarsson
   •  heiði - Sigrún Björnsdóttir
   •  heiði - Jakobína Sigurðardóttir
   •  heiði - Jónas Þorbjarnarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Davíð Stefánsson
   •  hellar - Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  hestaslóð - Hannes Pétursson
   •  hestklettur - Jónas Hallgrímsson
   •  héla - Snorri Hjartarson
   •  hjarðbreiða - Snorri Hjartarson
   •  hjarn - Stefán Hörður Grímsson
   •  hlíðar - Hugrún
   •  hrafntinnubrot - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Davíð A. Stefánsson
   •  hraun - Steinunn Sigurðardóttir
   •  hraun - Snorri Hjartarson
   •  hret - Benedikt Gröndal
   •  hrím - Kristján Jónsson
   •  hver - Ingibjörg Haraldsdóttir
Dálkur: J Röð: 44
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í grænni kyrrð

Í grænni kyrrð við stríðra strauma nið,
strengleik sem svalar vegamóðri þrá,
á stráum vorsins undir ungum greinum
einförull gestur ríð ég hægt fram dalinn.

Um laufið flögrar léttur aftansvalinn
í leit að náttstað, skjóli í heiðarfaðmi,
um seiðmátt tærra tjarna, móalinda,
tinda og runna syngja fjaðrir hans

og tengja hug minn töfrum þessa lands:
að týna því sem var og gleyma mér
í heimi blárra hæða. Sekur maður
sem hraðar sér úr byggðum fleygum iljum

teygi ég klárinn. Sjá, með sól á þiljum
og signa hurð að rökkurdimmum göngum
og þrastasöng um lág og lotin þök
rís lítill kotbær upp úr grænum hól.

Og þarna stendur kona í rauðum kjól
við krosstré ljórans ung og gullinföl
og svöl og mjúk í móðu húmsins inni.
Minningin vefur gliti heitrar þrár

um þig, um vorið bak við bliknuð ár,
og bros þitt ljómar við mér: hversvegna er
hún ekki þú og bíður barn á gægjum,
og bæarkrílið litla höllin okkar?

Draumurinn forni dregur enn og lokkar.
Dögglituð heiðin vakir eftir mér.

Snorri Hjartarson

  prenta