Landslag
   •  hafið - Einar Már Guðmundsson
   •  hafið - Jónas Hallgrímsson
   •  hafið - Hulda
   •  hamraborgir - Hugrún
   •  hamragil - Kristján Jónsson
   •  hamraþil - Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  haust - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  haust - Snorri Hjartarson
   •  haust - Hjördís Einarsdóttir
   •  heiðar - Hugrún
   •  heiðarbrúnir - Halldóra B. Björnsson
   •  heiðardalir - Hulda
   •  heiði - Guðmundur Böðvarsson
   •  heiði - Sigrún Björnsdóttir
   •  heiði - Jakobína Sigurðardóttir
   •  heiði - Jónas Þorbjarnarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Davíð Stefánsson
   •  hellar - Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  hestaslóð - Hannes Pétursson
   •  hestklettur - Jónas Hallgrímsson
   •  héla - Snorri Hjartarson
   •  hjarðbreiða - Snorri Hjartarson
   •  hjarn - Stefán Hörður Grímsson
   •  hlíðar - Hugrún
   •  hrafntinnubrot - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Davíð A. Stefánsson
   •  hraun - Steinunn Sigurðardóttir
   •  hraun - Snorri Hjartarson
   •  hret - Benedikt Gröndal
   •  hrím - Kristján Jónsson
   •  hver - Ingibjörg Haraldsdóttir
Dálkur: K Röð: 34
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fjallkonan

I

Klæði hennar eru
ofin úr dalalæðu.
Kórónan skartar
frostrósum
og hrafntinnubrotum.
Augun bergvatn.
Munnurinn
rauðglóandi hraun.
Frá höndum hennar
stafa geislar
morgunsólar.
Röddin þíð
eins og hlýir straumarnir
sem bræða harðgerðan ísinn
við brjóst jökulsins.

Og ég er lítill foss
úr veröld hennar.

II

Frá henni stafaði mosamildni
og kraftur hinna tæru fossa
meitluðu ljóðin
sungu í hjarta mínu.

Hjarta hennar var djúp laut
þakin bláum blómum.

Birgitta Jónsdóttir

  prenta