Landslag
   •  hafið - Einar Már Guðmundsson
   •  hafið - Jónas Hallgrímsson
   •  hafið - Hulda
   •  hamraborgir - Hugrún
   •  hamragil - Kristján Jónsson
   •  hamraþil - Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  haust - Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  haust - Snorri Hjartarson
   •  haust - Hjördís Einarsdóttir
   •  heiðar - Hugrún
   •  heiðarbrúnir - Halldóra B. Björnsson
   •  heiðardalir - Hulda
   •  heiði - Guðmundur Böðvarsson
   •  heiði - Sigrún Björnsdóttir
   •  heiði - Jakobína Sigurðardóttir
   •  heiði - Jónas Þorbjarnarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Snorri Hjartarson
   •  heiði - Davíð Stefánsson
   •  hellar - Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  hestaslóð - Hannes Pétursson
   •  hestklettur - Jónas Hallgrímsson
   •  héla - Snorri Hjartarson
   •  hjarðbreiða - Snorri Hjartarson
   •  hjarn - Stefán Hörður Grímsson
   •  hlíðar - Hugrún
   •  hrafntinnubrot - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Birgitta Jónsdóttir
   •  hraun - Davíð A. Stefánsson
   •  hraun - Steinunn Sigurðardóttir
   •  hraun - Snorri Hjartarson
   •  hret - Benedikt Gröndal
   •  hrím - Kristján Jónsson
   •  hver - Ingibjörg Haraldsdóttir
Dálkur: I Röð: 39
© Haukur Snorrason/photos.is 
Haust

Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.

Fölna grös, en blikna blóm,
af björkum laufin detta.
Dauðalegum drynur óm
dröfn við fjarðarkletta.

Allt er kalt og allt er dautt,
eilífur ríkir vetur.
Berst mér negg í brjósti snautt,
en brostið ekki getur.

Kristján Jónsson

  prenta