Ljóð sem byrja á: S

   •  Samruni
   •  Sannindi
   •  Seleyri
   •  Seltjarnarnesið
   •  Sigling inn Eyjafjörð
   •  Síðdegi að Hellnum
   •  Síðsumarþoka
   •  Síra Bessi
   •  Sjálfsmynd
   •  Sjávarkauptún á hvíldardegi
   •  Skagafjörður
   •  Skagafjörður
   •  Skógur Íslands
   •  Skriðu-Fúsi
   •  Skrúðurinn
   •  Skúlaskeið
   •  Ský
   •  Sláttuvísa
   •  Smaladrengurinn
   •  Snæfellsjökull
   •  Snæfellsjökull gengur á land
   •  Snær
   •  Sofðu, unga ástin mín
   •  Sogið
   •  Sorg
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarupprás
   •  Sólbráð
   •  Sólheimasandur
   •  Sólskríkjan
   •  Sólskríkjan
   •  Sólstafir
   •  Spáðu í mig
   •  Sporglaðir hestar
   •  Sprengisandur
   •  Sprettur
   •  Spör
   •  Staka um Fljótshlíð
   •  Stóð ég við Öxará –
   •  Strjál eru laufin
   •  Suðursveit
   •  Sumar
   •  Sumardagur á Núpsstað
   •  Sumarkvöld
   •  Sumarmorgunn
   •  Sumarmorgunn í Ásbyrgi
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt í Skagafirði
   •  Sungið við Sogið
   •  Surtsey
   •  Surtshellir í Hallmundarhrauni
   •  Svanasöngur á heiði
   •  Svanir
   •  Svanurinn
   •  Svanurinn minn syngur
   •  Svart og hvítt
   •  Svartþröstur
   •  Sveitin mín
   •  Sæla
Dálkur: J Röð: 9
© Haukur Snorrason/photos.is 
Sveitin mín

Fjalladrottning, móðir mín!
mér svo kær og hjartabundin,
sæll ég bý við brjóstin þín,
blessuð aldna fóstra mín.
Hér á andinn óðul sín
öll, sem verða á jörðu fundin.
Fjalladrottning, móðir mín,
mér svo kær og hjartabundin.

Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.

Allt, sem mest ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið.
Allt það, sem ég fegurst fann,
fyrir berst og heitast ann,
allt, sem gert fékk úr mér mann
og til starfa kröftum hrundið,
allt, sem mest ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið.

Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður,
þegar lífsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín,
búðu um mig við brjóstin þín.
Bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður.

Sigurður Jónsson
  prenta