Ljóð sem byrja á: S

   •  Samruni
   •  Sannindi
   •  Seleyri
   •  Seltjarnarnesið
   •  Sigling inn Eyjafjörð
   •  Síðdegi að Hellnum
   •  Síðsumarþoka
   •  Síra Bessi
   •  Sjálfsmynd
   •  Sjávarkauptún á hvíldardegi
   •  Skagafjörður
   •  Skagafjörður
   •  Skógur Íslands
   •  Skriðu-Fúsi
   •  Skrúðurinn
   •  Skúlaskeið
   •  Ský
   •  Sláttuvísa
   •  Smaladrengurinn
   •  Snæfellsjökull
   •  Snæfellsjökull gengur á land
   •  Snær
   •  Sofðu, unga ástin mín
   •  Sogið
   •  Sorg
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarupprás
   •  Sólbráð
   •  Sólheimasandur
   •  Sólskríkjan
   •  Sólskríkjan
   •  Sólstafir
   •  Spáðu í mig
   •  Sporglaðir hestar
   •  Sprengisandur
   •  Sprettur
   •  Spör
   •  Staka um Fljótshlíð
   •  Stóð ég við Öxará –
   •  Strjál eru laufin
   •  Suðursveit
   •  Sumar
   •  Sumardagur á Núpsstað
   •  Sumarkvöld
   •  Sumarmorgunn
   •  Sumarmorgunn í Ásbyrgi
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt í Skagafirði
   •  Sungið við Sogið
   •  Surtsey
   •  Surtshellir í Hallmundarhrauni
   •  Svanasöngur á heiði
   •  Svanir
   •  Svanurinn
   •  Svanurinn minn syngur
   •  Svart og hvítt
   •  Svartþröstur
   •  Sveitin mín
   •  Sæla
Dálkur: H Röð: 40
© Haukur Snorrason/photos.is 
Snæfellsjökull gengur á land

Hann sást af Nesinu eitt föstudagskvöldið
í maí svo uppljómaður að nú hlaut hann loksins
að ganga á land til mín í eitt skipti fyrir öll.

Og var kominn að mér sofandi aðfaranótt
laugardagsins. Hann sagði: Það hefur ekki
farið fram hjá mér Steinunn hvernig þú horfir
á mig. Svona horfa konur ekki – ekki nema
þú – og hvernig lifir þú eiginlega, þegar
skyggni er slæmt, eða ég sést ekki af öðrum
ástæðum, ég nefni aðeins náttmyrkur og stað-
setningu þína.

Jáen Snæfellsjökull minn, sagði ég, hvernig
átt þú að geta þrifist, þegar ég er ekki að
horfa á þig, af því ég sé ekki til þín.

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, sagði hann þá
hryggur. En svona gengur þetta ekki lengur.
Ég tek mig upp, ég geng á land í Reykjavík og
verð hjá þér alveg og alltaf.

Þá leið mér aldrei betur.

Um morguninn var hann hvergi og ég sem hafði
sofið hlaut að segja: Þú sem ert draumur
vertu ekki draumur í alvörunni.

Steinunn Sigurðardóttir
  prenta