Atriðisorð:
Arnarfell
  Örnefni
Dálkur: G Röð: 37
© Haukur Snorrason/photos.is 
Sprengisandur

I

Hriki fjallsins minnir á smæð
þína og rúðustrikaðra kaffibrúsa
(gráttu ekki)
Upphafsleysið býr í endaleysi óbyggða
Geysileg saga jarðar er tímalaus blind mús
bak við Arnarfell
(gráttu ekki)
Guðlausar hraunbreiður sundlandi gjár
Einstaka eldfjall á túr handa ismanum
Stund þriðjunnar veitir miðvikunni keppni
Stund vatnsins fleygir stærðfræðinni fram
undir svipum regns sem vindar slá
í andlit og herðubreiðan sand
(gráttu ekki)
Bráðum lýsa vasaljós sólar okkar
tímafirrt skynsvæði
með bómullarskýjum á undanrás
fyrir norðurljósum í sæluhúsi
þar sem svefninn vakir til morguns
(gráttu ekki)
Um ómerkt landabréf huga þíns
liggur eldvegur nætursvalans
Á sprengisandi ljóðsins hleð ég vörður

Sigurður Pálsson

  prenta