|
|
|
|
|
|
 |
|
|
© Haukur Snorrason/photos.is
|
|
|
Hérna hefur vatnið fallið
í mörgþúsund ár, og aðeins
svolítið vetrarfrí á hverju ári
meðan allt er í klakaböndum.
Hylurinn er skuggalegur og
djúpur og yfir honum er blær
sem minnir á skammdegis-
svefn, þessa órólegu drauma
sem þyrlast um í vetrarmyrkri
En það er sumar. Við erum hér
tvö á gömlum Land-Rover og
horfum steinþegjandi
ofan í hylinn, því það
er ekkert að segja lengur.
Þurrkurnar á rúðunni ýta burt
dropum sem úðinn ber til okkar |
|