Atriðisorð:
Kópatjörn




  Örnefni
Dálkur: K Röð: 18
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hornbjarg

Yst á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn;
þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.

Um sumarnótt, er sveimar
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn,
hann situr rauður sem blóð.

Og örninn lítur ekki
oná hið dimma haf,
og horfir í himinljómann –
hafskipið sökkur í kaf.

Jónas Hallgrímsson

  prenta