Atriðisorð:
Kollafjörður




  Örnefni
Dálkur: G Röð: 13
© Haukur Snorrason/photos.is 
Kollafjörður (A-Barð)

Með kindum í firði Kolla
knúði ég dyra forðum.
Bað ég um heitan bolla,
bóndi fyllti af orðum.

„Áður sem ýtustjóri
ástartökin ég kunni.
Nú hægðatregur ég tóri
tannlaus í fjarðarmunni.“

Þó golsóttur væri og gæfur
og gæfi mér kók úr dollum
ég gerðist um síðir svæfur
og sogaðist burt með rollum.

Hallgrímur Helgason

  prenta