•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Einar Benediktsson
Dálkur: A Röð: 8
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Dettifoss

Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól.
Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól.
Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa,
um leik þess mesta krafts, er fold vor ól.
Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt,
sem megnar klettinn hels af ró að bifa.
Ég veit, ég finn við óms þíns undraslátt
má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt,
fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa.

Hér finnst, hér skilst, hve Íslands auðn er stór.
Hver ómur brims, er rís þess fljótasjór!
Þig konung vorra stoltu, sterku fossa,
ég stilla heyri forsöng í þeim kór.
Öll gljúfrahofin hljóma af gulli snauð
um héruð landsins undir sólarblossa
og færa hæðum hærri, dýrri auð
og hreinni fórn en nokkur mannshönd bauð,
er byggði turna og reisti kirkjukrossa.

Hver feiknaöfl um auðnarlöndin stór,
sem öllum drekkir hafsins dauði sjór!
En framtíð á vor þjóð – með þessa fossa,
með þessi römmu tröll í samhljóms-kór.
Einn dag rís foldin gulls og gróðrar snauð
til gæfu nýrrar undir sólarblossa –
og færir himni hærri, dýrri auð
og hækkar sína vegsemd lífs og dauð
með nýja turna, háa kirkjukrossa. –

Heill, vatnsins jötunn, frjáls með breiðan barm.
Þér bindur íssins hel ei fót né arm.
Þín rödd er sótt í afgrunn iðurótsins,
en uppheims-loginn brennur þér um hvarm.
Þú gætir unnið dauðans böli bót,
stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins,
steypt mynd þess aftur upp í lífsins mót
með afli því, frá landsins hjartarót,
sem kviksett er í klettalegstað fljótsins.

Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör
að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, –
að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,
svo hafin yrði í veldi fallsins skör.
– Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk
já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans örk
og ljósið tendra í húmsins eyðimörk
við hjartaslög þíns afls í segulæðum. –

Hvað hér er frjálst og frítt við straumsins óð;
hér finnst ei vanans haft um taug né blóð.
Má ekki hér hinn veiki vilji drekka
sér vald til alls við móðutröllsins flóð?
Og má ei hreinsa holdsins lágu sorg
að heyra gljúfrabarmsins djúpa ekka?
Hér finnst ei tál í fossins stoltu borg,
hér fellur andans hismi grjóts í torg,
hér nær ei heimska heims manns sál að flekka.

Ég þykist skynja hér sem djúpt í draum,
við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum,
þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur,
af þekking æðri verður lagt í taum.
– Er hugarvaldsins voldug öld oss nær,
þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur,
þá auga manns sér allri fjarlægð fjær,
þá framsýn andans ljósi á eilífð slær
og mustarðskorn af vilja björgin brýtur?

– Líð, unaðsdagur, hægt, – og kenn mér, kyrrð,
að kanna hjartað, langt frá glaumsins hirð.
– Mér finnst sem þögn í fossins dimma rómi,
mér finnst hans myrka ógn í ljósi byrgð.
Og dropinn smár, sem braut fram bjargsins skurð,
slær brú á gljúfrið, skín sem himins ljómi.
Allt stórt er smátt við heljardjúpsins hurð,
hvert hljóð sem þögn í bergsins dauðu urð, –
og landið eins og lostið þrumudómi.

Ég sjálfur þyrstur sit við lífsins brunn.
Þín sjón mér skýrir djúpt míns eðlis grunn.
Þú, straumur auðs við eyðibakkann svarta,
sem á ei strá, ei korn í fuglsins munn.
Þú hefur brennt þinn svip í mína sál
og sungið óminn þinn mér fast í hjarta,
þú, brotsjór krafts í bergsins þunga ál
með brjóstið hvelfda, eflt við jökuls skál,
og himinljómans fall um faldinn bjarta.

  prenta