Atriðisorð:
Melrakkaslétta




  Örnefni
Dálkur: J Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vísur af Melrakkasléttu

Í landnorðri lognaldan mókir,
þar logar um óttubil.
Þú sefur á sægræn augu
við sjórekið furuþil.

Í svefn þinn fer seytlandi minning
hins sunnlenzka flökkumanns.
Það var dul í hans djúpu augum
og dreyminn var svipur hans.

Þú sefur á sægræn augu.
Hann siglir til ókunns lands.

Stefán Hörður Grímsson

  prenta