Atriðisorð:
Mjóifjörður




  Örnefni
Dálkur: J Röð: 30
© Haukur Snorrason/photos.is 
Mjóifjörður

Mikils er mjó í firði
hin mannlega vegagerð.
Veðurguðirnir vita
að Vilhjálmur er hér á ferð.

Sólin úr brattri brekku
brennir niður í fjörð
og stendur í stað þess að setjast
í stóla og fjallaskörð.

Vegurinn vogar sér niður
um vegleysu klettinum af
og hurðirnar halla sér sjálfar
í hitanum oní staf.

Hallgrímur Helgason

  prenta