Ljóð sem byrja á: D
Dálkur: Á Röð: 2
© Haukur Snorrason/photos.is 
Dýrlega er hún dregin
Dýrlega

er hún dregin kringum víkina.
Ég hlýt að beygja mig:
þessi blágráa lína
er æðri og meiri
ásetningi þeim
          að ekkert á þessari gönguför
          skyldi glepja hugsun mína.

Og sæll gefst ég
sveigju þessarar línu
malar og sands
með sjávaröldunni fram.

Hannes Pétursson
  prenta