Ljóð sem byrja á: D
Dálkur: M Röð: 5
© Haukur Snorrason/photos.is 
Djákninn á Myrká

Hjalar kul í háu, röku sefi.
Hvíslað er á bak við lukta skrá.
Nóttin dvínar, dögun skímugrá
daggir les hjá rúðu úr gráum vefi.

Hún opnar skemmu, hreyfir hægt við lásnum.
Hey í varpa, golan strýkur þurrt
þekjugras. Hann gengur hljóðar burt
gyrðir Faxa er naslar fram með ásnum

veifar hendi, hleypir norður bakka.
Handan fjalla er roði af morgunsól.
Hann mun ríða Hörgá næstu jól
með hvítan blett
með hvítan blett í hnakka.

Hannes Pétursson
  prenta