Ljóð sem byrja á: T
Dálkur: D Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Tómasarhagi

Tindrar úr Tungnajökli,
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.

Veit eg áður hér áði
einkavinurinn minn,
aldrei ríður hann oftar
upp í fjallhagann sinn.

Spordrjúgur Sprengisandur
og spölur er út í haf;
hálfa leið hugurinn ber mig,
það hallar norður af.

Jónas Hallgrímsson
  prenta