Ljóð sem byrja á: A
Dálkur: H Röð: 13
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á Skeiðarársandi

Kvæði barnaskólans þoldi ég verst;
ónæmur fyrir skáldskap af utanbókarromsum.
Leit hornaugum þetta rómaða ættland
sem ekki varð séð úr kjallaraglugga.

En líka ég fer Hringinn nú í ár.

Og augun drekka sig full
af níutíuogsex prósent fegurð.

Samt efa ég að aki þessa leið
fólk er dreymi jötuninn í núpnum
samræður eigi við blóm eða steina.

Brýrnar tengja þjóðleið milli söluskála
og smábílar flæða yfir sandana.
Börnin dotta í aftursætum
uns kemur að straumþungu kóki.

Anton Helgi Jónsson
  prenta