Ljóð sem byrja á: A
Dálkur: Í Röð: 31
© Haukur Snorrason/photos.is 
Að Dyrfjallabaki í Njarðvík

Þarna innan til í víkinni
gerðu þeir til kola í
gjörningaþoku í eldgamla
daga og heyrðu þá trölla-
hlátur berast úr djúpum
Urðardalnum. Í þeim dal
borðaði ég suðusúkkulaði
meira en tvöhundruð árum
eftir að hláturinn
bergmálaði

Einn bjartan sumardag
þegar ég var lítill
og á göngu með
pabba

Gyrðir Elíasson
  prenta