•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Steingrímur Thorsteinsson
Dálkur: A Röð: 29
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Laugardalur

Vér riðum und kvöldsól í Laugardals lönd,
hún ljómaði’ af rauðbrúnu felli
um engjanna grasflæmi geysi vítt þönd,
um glampandi silfurskær vatnanna bönd
og bláfell við blómgaða velli.
Á logbjörtu kvöldi við lóunnar söng
vér liðum á vegbrautum fríðum
í lífgandi skógblæ um laufrunna göng
með Laugardals algrænu hlíðum.

Vér fórum með byggðum, þar fólk var við slátt,
og fellt lá þar kafgras í slægjum;
um fjallbrekkur hópaðist kvíaféð kátt,
í kvöldlogni þyrluðust bláreykir hátt,
og bjarkilminn lagði frá bæjum;
og hinsta lék sólbros á sveitalífs ró,
er sjónina þýðlega dvaldi,
en áfram var haldið, því eftir var nóg,
uns aftur oss skógurinn faldi.

Og fákum vér hleyptum og hófdynur gall
á hlemmibraut valllendis grundar,
að eyrum þá niðurinn álengdar svall,
sem ólgandi nálgaðist vatnsiðu fall,
það birtist oss brátt innan stundar,
þar fossaði Brúará freyðandi kvik
af faldhvítra straumbrúða dansi,
en skjótt bar oss yfrum í andspænis vik,
sem umgirðist bjarkrunna kransi.

Og dagur var liðinn, vér bárumst um byggð,
af braut vorri máttum vér skoða,
er hauðurs ból öll voru heiðrökkri skyggð,
frá Heklu reis mánans hin bleikhvíta sigð
á bláhimni reifðum í roða.
Oss faðmaði svalandi sumarkyrrð heið,
vér svifum úr skóggeimi víðum,
af unaði fangnir frá indælli leið
með algrænum Laugardals hlíðum.

Vér hurfum að náttstað, þar hvíldin bauðst vís,
að hvítmekkjum sveipuðu bóli,
þar óðul á Geysir, er örsjaldan gýs,
því aldraður djúpt niðri værðina kýs
sá hrörnaði hveranna sjóli;
þar reykur við reyk sig frá hauðrinu hóf.
Vér hrósuðum svefnhöfga blíðum,
og fagurt í draumblæjur dýrðin sig óf
frá dagför með Laugardals hlíðum.

Svo kættist ég það sinn við Laugardals lönd,
er ljómuðu’ í sumardýrð skærri
hin glitrandi skóghlíð og grasflæmin þönd,
og glampandi, silfurskær vatnanna bönd,
og bláfellin blómvöllum nærri,
og hendi það síðan, að hugur minn snýr
að hásumar-stöðvum svo fríðum,
þá líður um hann eins og laufvindur hlýr
frá Laugardals angandi hlíðum.

  prenta