•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Guðmundur Böðvarsson
Dálkur: H Röð: 35
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Tvídægruvísur

       Norður um Tvídægru andnes og álftasund
       átt hef ég fjölmörg spor.
       Þar hef ég löngum farið með hest minn og hund
       haust og vor.

Marglynd er heiðin mín gamla, hún grætur og hlær,
golan og stormurinn kveða þar ólíkan brag.
Vatnið sem spegilslétt glitraði í sólskini í gær
gruggugu löðrinu þeytir á bakkann í dag.

Vindbáran herjar þá landið með þungum þyt,
þverskorinn jarðveg grefur á ýmsa lund,
hanga í rofinu rætur hvítar á lit,
ryðgaður hnígur dreyrinn úr svartri und.

En gott er að vera þinn gestur, heiðin mín blá,
gafst þú mér löngum að nýju von mína og trú,
ómuna djúp er sú úð sem þú vekur þá.
Ættlandsins góða, máttuga brjóst ert þú.

– – –

Séð hef ég snjóskýin hylja haustföla sól,
heyrði eg í sölnaðri störinni golunnar rísl.
Skóþvengur slitinn var hnýttur við Staðarhól,
hugað að gjörðum og beizli við Langavatnskvísl.

Lengi mun hugurinn leita úr byggðum til þín,
lokar ei minningin hurðum að baki sér:
himbrimatjarnir og hólmavötn blasa við sýn,
hringing úr tröllakirkjum vindurinn ber.

       Fjölmarga göngu um fjöllin, stundum í snjó,
       fór ég þrjátíu haust.
       Einhver mun verða hin allra síðasta þó
       – efalaust.

  prenta