•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Guðmundur Böðvarsson
Dálkur: F Röð: 38
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Surtshellir í Hallmundarhrauni

Ber mig inn í bergið svarta,
byrgðu mig við steinsins hjarta, –
lát mig einan. Útiloka
alla geisla hlýja og bjarta.
Lát mig ekki lengur dreyma
ljós og jólanætur heima.
Svarta þoka, svarta þoka
sveipist fast að huga mínum.
Herra, yfir hjartans frið
helltu úr reiðiskálum þínum.
Flyt þá burt, er fegurst sungu
langra daga draumanið, –
svo ég geti sætt mig við
sorgina og böndin þungu.

Lokast svartir hamrar hljóðir,
hverfa dagsins röðulglóðir,
döggum hlúðar heiðaslóðir,
allir geislar góðir,
grátklökk hvíslar bergsins lind
innst í myrkri:
litli bróðir, litli bróðir.

Láttu gleymast liðnar stundir,
ljósar, sléttar álfagrundir,
vorsins glaða vatnanið,
blómabreiðu um dal og draga,
unað þess á allar lundir.
Láttu gleymast, láttu gleymast –
svo ég geti sætt mig við
sólskinsleysið alla daga.

Hverfur, hverfur huga mínum
himinninn með stjörnum sínum,
allt sem bezt ég átti og geymdi,
allt sem hjartað sælast dreymdi. –
– – Mun mín nú ei lengur leita
ljósið fagra, bjarta og heita? –
Hvort mun mér ei hitna í blóði,
ef ég heyri einu sinni
í eilífðinni
óm af fögru farfuglsljóði?
spyr ég þá hinn háa hamar.

Innst úr myrkri er mér svarað
– innst þar inni –
aldrei framar, aldrei framar.

  prenta