Landslag
Dálkur: Í Röð: 24
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hafið og fjallið

Þungt gnæfir fjallið yfir okkur bert og grátt,
til fangbragða ögra risaarmar hafsins,
hvert má þá halda?

Við kögursveinar göngum á reka milli myrkra,
ef okkur bærist spýta frá suðrænum löndum,
stundum skolast á land brak úr skipum,
sem brotnað hafa í spón eða sokkið í djúpin,
nafnlausir liggja erlendir sjómenn í garði okkar.

Kirkja er okkur ströndin og hafið og fjallið,
guðspjall dagsins vanmáttur mannsins
í lífi og dauða.

Jón úr Vör

  prenta