Atriðisorð:
Dynjandisheiði




  Örnefni
Dálkur: Í Röð: 45
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vos ’82

Það er rigning á Dynjandisheiði
dynjandi rigning
sem aðeins gangandi maður á heiði
veit hvað er;
en í staðinn veit hann ekki fyrir víst
hvað um hann verður

fyrst ég þykist vera að segja skilið
við þig og margt í lífinu
fyrst ég þykist vera á leið
til móts við lífið
er líklega við hæfi að rigni á mig
hér á sýslumörkunum

norðan heiðar er
fallegur foss veit ég
og löngunin að sjá hann
mun ef til vill koma mér yfir –
rétt eins og hann dregur til sín ána

en það væri afskaplega gott
að vera betur skóaður
gott að vera á sjö mílna skóm núna
þá væri ég kominn yfir í einu skrefi
já yfir með annan fótinn
sæti hér klofvega á heiðinni

eins og geysimiklum fák
sem stefndi á djúpið ...
en bíðum við þetta er kunnuglegt
þetta er lífið:
risafákur sem ég get ekki hamið

Jónas Þorbjarnarson

  prenta