Ljóð sem byrja á: M
Dálkur: Á Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Mold

Í haust
var lyngið í fjallinu
rautt.

Ég er farfuglinn
sem gat ekki fylgt
bræðrum mínum
yfir djúpið.

Ég er gula sóleyin,
ég er hvíti smárinn,
blómin sem lágu
særð í ljáfarinu
í sumar.

Í rökkrinu
angar moldin
sem bíður.

Hjördís Einarsdóttir
  prenta