•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Halldóra B. Björnsson
Dálkur: G Röð: 30
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Morgunbæn í Hvalfirði

Máist eigi myndfögur
morgunsýn:
       blámóða um Þyril
       birta hvít um vog
       fjöll haf himinn.
Aldrei skyldi myrkri sáð
       í sæ þann
né spegilflötur
       sprengdur.

Fáninn blái fyrir
fagurt skein við sól.

       Og unnum við ekki Hvalfirði
       heitari huga
       heilli huga
       eftir að hafa gengið um
       grjót hans
       gras hans
       heilan dag og hálfan
       þegið hvíld á þúfu
       teygað af tærri lind?

Forfeður okkar
afar og ömmur
áttu landið
með öðrum hætti en við
       þau gengu um það
       þreyttum fótum
       köldum fótum
       og kalsárum
       höltum fótum
       og holdsveikum
       léttum fótum
       og lipurtám
og landið átti þau.

– – –

Hvort vakir nú enginn
vakir Þyrill einn?
       Siglir enginn
borðlágri skel um lygnan vog
       vígir sæ þennan
       striti handar
       starfi huga?

Vakir már að veiði
       hlakkar hræglaður
       slítur hvítan fisk
       bjargar eigin barni.

Unir æður grá
       unnarsteini
       fellur alda að fótum
       fellur alda að fótum.

Flýgur örn enginn
       ofar brúnum
       enginn ofar brúnum.

– – –

Hægt fara hugur og gát
hratt fer voði.
       Horfið er Hvítanes
       horfnir Sandar
       fleiri eru á förum
       víkja fyrir vá.

Má sín nú einskis
      blessun Patreks
       helgiljóð Hallgríms
       drýgist engin dáð.

Eru flúnir firði
       menn með mannshuga
       heilir hugir
       hjörtu sem slá
       hönd er stýrir giftu
enginn rómur raddar
       munu sáttir allir
       við svik og smán?

Vakir þú
       vakir nokkur
           vakir Þyrill einn?

– – –

Hreykjast hrösulir
       í hávegum
       sökkva samvisku
       í sextugt djúp
       múra við meinvætti
múra þar við meinvætti.

Sagt er við alla
       samviskusljóa
       ættlera og óvitra
       útlendra þjóna
       minnist þess og guðsmenn
       gátlausir hikandi
minnist þess ráðamenn og ríkir:

Hafið þér vakað ykkar stuttu stund?

– – –

Leggjum við svo á
mælum við svo um:
       aldrei skuli í firðinum
       öllumfegri
       víggammar vegast á
       yfir né undir
       á láði né legi.

Heitum á hollvættir
og hulda landvörn
felum þeim hinn fríða
fjörð að geyma.
       Fari friður um
       fjöll hans og sæ.
       Bjargist bú
       og barn lifi.

– – –

Vakir þú
       vakir nokkur
           vakir Þyrill einn?

  prenta