•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Dagur Sigurðarson
Dálkur: E Röð: 27
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Blóm og fiðrildi

Í dag vil ég ekki yrkja um urðartúnglför og dægurflugmenn.
Í dag vil ég yrkja um blóm og fiðrildi.

Yrkja um blóm og fiðrildi, hváir þú:
Tímasóun sem jaðrar við glæp.
Ertu búinn að stínga gat á hljóðhimnurnar og slíta úr þér augun?
Skynjarðu ekki mannlífsklandrið?

Hvort ég geri.
Ég er strekktur á gaddavír mestallan tímann.

Hörpustelpan skælir í vindhörpunni.
Það sker í eyrun einsog sírena frá sjúkrabíl.

Púkinn spriklar í trumbudjúpi jarðar.
Hann rekur upp hrossahlátra af sársauka.

Ég orti um það í gær og ég skal yrkja um það á morgun.
Í dag vil ég yrkja um blóm og fiðrildi.

Má alvörumaður ekki veita sér svolitla konúnglega vitleysu?
Skánar klandrið við að eftirláta uppskafníngunum blómin?

Fífan breiðir sig yfir flóana úti á nesi.
Morgunfrúrnar breyta birtu gángstíganna í miðbænum.

Hugsaðu um blæinn á viðkvæmum krónublöðum holtasóleyjarinnar.
Rjúpnalaufin eru fagurgræn árið um kríng.

Öllum leiðast stjúpmæður einsog nafnið gefur til kynna.
Allir rækta þær.

Rósir elska ég endaþótt þær stíngi.
Kaktusa hata ég afþvíað þeir stínga.

Þá vil ég heldur íllgresi.
Íllgresi eru líka blóm.

Er ekki hjartarfasinan falleg á haustin?
Er ekki seiglan í baldursbránni aðdáunarverð?

Fiðrildið skýst útúr púpunni.
Ljósið flöktir á vængjum þess.

Það húsvitjar hjá blómunum.
Það snertir hár unnustu þinnar andartak.

Ég vil virkja fiðrildin í baráttu fyrir réttlæti.
Einnig nokkrar fallega röndóttar broddflugur.

  prenta