Landslag
Dálkur: M Röð: 14
© Haukur Snorrason/photos.is 
Rauðir gígar og grár sandur

Rauðir gígar og grár sandur,
grasleysa, sauðleysa, hraun veglaus og breið;
sviplegir drangar teygja harðsnúnar hendur
í heitri storknaðri grimmd yfir fellda bráð.

Úr djúpum leyningum líður
fram lind yfir möl, gjálfrar á steinum,
hjalar um tún og hreiður og sef, kveður
við hrifin börn sem fleyta laufgrænum kænum.

Tindar bláir og skærir við skýarof
skyggnast úr kyrrð og heiði máttugra tíva
um landið fagra sem loganna brim gróf,
landið þitt og hið ókunna land blómgaðra fræva.

Snorri Hjartarson

  prenta