Dýr
Dálkur: Á Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hagamús

Hagamús
hleypur þvert yfir garðinn
blessað lítið skinn
að bera sig eftir laufi.
Hreinlát, fagureyg
og „hrædd eins og mús“.

Samt sem áður
set ég henni gildru
ef hún skríður hingað inn
og skýzt í felur.

Eitthvað í sjálfum mér
fær því ekki varnað.

Þó er hún nærri því mófugl
sem var neitað um vængi!

Hannes Pétursson

  prenta