Atriðisorð:
Nesið




  Örnefni
Dálkur: É Röð: 36
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vor á Nesinu

Á gangi í flæðarmálinu sá ég hvar vorið
stóð hikandi, feimið, álengdar og beið,
nakið, með fölblátt samanskroppið rúsínutippi;
eða var það snípur?
Við undirleik veinandi máva og drynjandi brims
kallaði ég til öll uppstoppuðu rándýrin í hausnum á mér
og bjó mig undir að berja það í frostbitið andlitið.
En skyndilega sá ég að það var með nefrennsli
og pípandi niðurgang.
Aumkunarvert þetta vor á Íslandi.

Steinar Bragi

  prenta