Dýr
Dálkur: M Röð: 41
© Haukur Snorrason/photos.is 
Enginn í eyðidal

Þegar komið er í eyðidal er ekkert.
Aðeins gróður. Gróður upp í háls.

Þegar komið er í eyðidal er ekkert.
Aðeins rústir. Rústir tveggja bæja.

Þegar komið er í eyðidal er ekkert.
Aðeins ein kirkja. Kirkja með krosslausum turni.

Þegar komið er í eyðidal er enginn.
Aðeins þú. Aðeins þú sjálf
og hundspakur tjaldur við læk.

Þegar komið er í eyðidal er enginn
fyrir utan tjaldinn og þig

og tvo menn uppi í kirkjuturni.
Þeir negla kross á kollóttan turninn
og fylla dalinn af höggum.

Steinunn Sigurðardóttir

  prenta