Jurtir
Dálkur: D Röð: 41
© Haukur Snorrason/photos.is 
Veislulok

Þú situr einn þegar lokið
er sumarsins glöðu veizlu
og runnar og lyng hafa misst
sitt rauða vín yfir allt –
það flóir um borð og bekki
blóðlitt og hverfur ekki
unz veturinn breiðir sitt bjarta
brakandi þurra lín
alls staðar þar sem rennur
runna og blóma vín.

Þá situr þú einn og segir:
Seinasti farfuglinn bar
í augum sér óraveg suður
þann unað, þá jörð sem var.

Hannes Pétursson

  prenta