Jurtir
Dálkur: Í Röð: 6
© Haukur Snorrason/photos.is 
Talað við laufgað tré

Skáld verð ég ekki fyrr en ég finn að þú
ert fólgið í mínu blóði, ég orðinn þú:
laufgræn harpa í höndum myrkurs og birtu
himins og jarðar; samur þér, sem ert brú
er sól og moldir millum sín hafa reist

orðinn máttugt hljóðfæri í höndum lífsins
harpa lifandi strengja – eins og þú.

Hannes Pétursson

  prenta