Landslag
Dálkur: F Röð: 14
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vornótt

Sól fer eldi
um svanatjarnir
og silfurvoga,
rennir sér bak við
reginhafið
í rauðum loga.

Söknuð vekja
síðustu geislar
sólarlagsins.
En svefnveig dreypir
í sálir jarðar
systir dagsins.

Bregður á landið
brosi mildu
frá blómi og stráum.
Vornóttin laugar
vængi sína
í vogum bláum.

Fegurstu perlur
fjaðra sinna
hún foldinni gefur.
Aldan niðar
við unnarsteina,
og Ísland sefur.

Davíð Stefánsson

  prenta