Atriðisorð:
Patreksfjörður




  Örnefni
Dálkur: F Röð: 20
© Haukur Snorrason/photos.is 
Við Patreksfjörð

Í dag hef ég hugleitt
gildi minnar vinnu og fólksins.
Tæplega rekast á ljóð mín
aðrir en kjölfróðir vinir.

Hingað kem ég gestur
þekki engin handtök við fiskinn
hef spurnir af fólki sem skapar auð
og hóglífi öðrum en sér.

Hver fiskar þreyttur eftir skáldskap
meðan léttilega verða dregnar ýsur
á grynningum sjónvarps og blaða?

Hér ýtti Jón úr vör og réri á ókunn mið.
Seinna rak á fjörur bók um þorpið
eftir það var skáldið talið af.

Anton Helgi Jónsson

  prenta