Jurtir
Dálkur: I Röð: 37
© Haukur Snorrason/photos.is 
Engjakaffi

Þessi sumur
bakaði ég drullukökur
í búinu mínu
sóleyjatertur og hrafnaklukkutertur

Oft
í miðjum bakstri
heyrðist kallið
kaffið tilbúið

Amma hafði sett flöskurnar í ullarsokka
og lét þær yfir axlir mér

Ég bað ævinlega Guð alla leiðina
góði Guð láttu ekki Hörghólsnautið koma
góði Guð láttu ekki koma randaflugur

Nína Björk Árnadóttir

  prenta