Landslag
Dálkur: Í Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Við lindina

Gleði, frelsi, friður, ró
faðmar allt í grænum mó,
þar sem tæra lindin ljósa
líður hægt á milli rósa,
streymir áfram út í sjó, –
andi minn þar finnur ró.

Þegar ég er þreytt og ein,
þín ég vitja, lindin hrein,
leggst við bakka lága þína,
læt svo hverfa harma mína;
bylgja þín í blárri ró
ber þá út á víðan sjó.

Hulda

  prenta