•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Jónas Hallgrímsson
Dálkur: F Röð: 10
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Magnúsarkviða
(tvítugur flokkur)

Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög;
sá hún um bláan
boga loga
ljósin öll er lýsa
leið um næturskeið.

Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru;
blæju yfir bæ
búanda lúins
dimmra drauma
dró nótt úr sjó.

Hver er sá er snörum
hugaraugum
skoðar lífsleiðir,
lýð allan og tíð;
vakir og vakir,
vinnu sinnir
hrímkalda grímu
sem hagbjartan dag?

Fár gat svo fyrri
Frónbyggja sjón
glætt að þeir mættu
geima skoða heima;
fár gat svo fyrri
fornra norna
haftböndum sviptan
huga sent á flug.

Fár gat svo fyrri
fullhugaður bugað
illa villu,
aldaspellis gjald.
Legið hefir lygi
og láðbyggja ráð
allavega spjallað,
eitri blend í sveitum.

Fár gat svo fyrri
fjandann anda
lestan og lostið
lygi brott úr vígi;
hrakti sá er vakti
meðan höldafjöld
megindofin sefur
marghöfðaðan varg.

Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög;
sá hún þar vá
að vættum hættum
íturdjarfur arfi
Ólafs und sólu.

Róma varð á þröm,
ruddist að studdri,
fólkumdjarfur, fylking
flokks óþokkans;
hugði sá er dugði
fyrir hamar fram
alla saman fella
ókind á sjó.

Hvargi hugðist varga
viðsnúið lið
berast láta fyrir
bjargarið niður;
hremmdu þá og klemmdu,
er hrekjast tóku,
stoðir sem að stóðu
í styrku landvirki.

Hvöt var aðsókn hetju,
harðnar enn senna,
ógurlegum augum
á skaut hann þá.
Stóðu þeir við stoðir,
stökk ei né hrökk,
stærri jafnt og smærri
strjúka vill ei púki.

Magnús gekk af megni
und’ merki, þjóðsterkur
láðvörður lýða,
ljóss, sér til hróss;
skoðar hann í hraða
högum augum
tjón allt og lán
tíguglegs sigurs.

Ríður hinn ráðgóði
á regin lygnmegins,
heggur nú og leggur,
hrekur allt og rekur;
forkunnar forvirki
falla um grund alla,
flýja flokkar lygi,
fjandi stökk úr landi.

Skilið á, að skuli
skildi vel halda
maður fyrir móðum
mæringi, nær
aftur sækir eftir
aldyggum hal
flokkur flár nokkur
freka, sem var rekinn.

Skilið á hann, skuli
skilja rétt vilja
Frónbúar nú,
að hann fremdarheit efndi;
dýrum blóðdreyra,
dörsæfðu fjöri
oft hafa keyptan
ýtar sigur nýtan.

Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög;
sá hún þar lágu
á landi og sandi
fallin með öllu
forvirkin hin styrku.

Hrjáð yfir láð
þá her æstur fer
og bárur brimóra
bandið auka landa,
hver er sá er þori
heimsóknar þeim
synja, jafnt og dynja
sóttir yfir dróttir?

Þörf er brýn á djörfum
þegnum, er gegn
fara þori fara
flæmings afskræmi;
þörf er og á djörfum
þegnum, er megni
sterklig vinna stórvirki,
strita samt með viti.

Veit eg eitt að vitur
vildi hann skyldi
öll fá margbætt spjöllin
ástland hans – en brást.
Sá hann þar lágu
á landi og sandi
fallin með öllu
forvirkin hin styrku.

Lýður landráður!
láttu sjá, vel máttu
bæta vígi brotin
braml það við og svaml.
Lýður landráður!
léttu nú svefnhettu,
enn er nóg að vinna,
einum er starf meinað.

Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög;
sá hún þar á,
er eybúa grúi
mesta manns að flestu
moldu vígðu hold.

  prenta