•  Andri Snær Magnason
   •  Anna S. Björnsdóttir
   •  Anton Helgi Jónsson
   •  Ágústína Jónsdóttir
   •  Ásta Sigurðardóttir
   •  Baldur Óskarsson
   •  Benedikt Gröndal
   •  Berglind Gunnarsdóttir
   •  Birgir Sigurðsson
   •  Birgir Svan Símonarson
   •  Birgitta Jónsdóttir
   •  Bjarni Thorarensen
   •  Bólu-Hjálmar
   •  Bragi Ólafsson
   •  Dagur Sigurðarson
   •  Davíð A. Stefánsson
   •  Davíð Stefánsson
   •  Didda
   •  Eggert Ólafsson
   •  Einar Benediktsson
   •  Einar Bragi
   •  Einar Már Guðmundsson
   •  Elísabet Jökulsdóttir
   •  Elísabet Þorgeirsdóttir
   •  Erla
   •  Gerður Kristný
   •  Grímur Thomsen
   •  Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum
   •  Guðmundur Böðvarsson
   •  Guðrún Auðunsdóttir
   •  Gyrðir Elíasson
   •  Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli
   •  Halla Jónsdóttir
   •  Halldór Laxness
   •  Halldóra B. Björnsson
   •  Hallgrímur Helgason
   •  Hannes Hafstein
   •  Hannes Pétursson
   •  Hannes Sigfússon
   •  Haukur Ingvarsson
   •  Hjördís Einarsdóttir
   •  Hugrún
   •  Hulda
   •  Ingibjörg Haraldsdóttir
   •  Ingunn Snædal
   •  Ísak Harðarson
   •  Jakobína Sigurðardóttir
   •  Jóhann Hjálmarsson
   •  Jóhann Jónsson
   •  Jóhann Sigurjónsson
   •  Jóhanna Sveinsdóttir
   •  Jóhannes úr Kötlum
   •  Jón Helgason
   •  Jón Óskar
   •  Jón Thoroddsen
   •  Jón úr Vör
   •  Jón Þorláksson
   •  Jónas Hallgrímsson
   •  Jónas Þorbjarnarson
   •  Júlíana Jónsdóttir
   •  Kristín Ómarsdóttir
   •  Kristján frá Djúpalæk
   •  Kristján Jónsson
   •  Látra-Björg
   •  Linda Vilhjálmsdóttir
   •  Margrét Jónsdóttir
   •  Margrét Lóa Jónsdóttir
   •  Matthías Jochumsson
   •  Matthías Johannessen
   •  Megas
   •  Nína Björk Árnadóttir
   •  Ólafur Jóhann Sigurðsson
   •  Ólína Andrésdóttir
   •  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
   •  Óskar Árni Óskarsson
   •  Páll Ólafsson
   •  Pétur Gunnarsson
   •  Ragna Sigurðardóttir
   •  Rósa Guðmundsdóttir
   •  Sigfús Bjartmarsson
   •  Sigfús Daðason
   •  Sigmundur Ernir Rúnarsson
   •  Sigríður Einars frá Munaðarnesi
   •  Sigrún Björnsdóttir
   •  Sigurbjörg Þrastardóttir
   •  Sigurður A. Magnússon
   •  Sigurður Breiðfjörð
   •  Sigurður Jónsson
   •  Sigurður Pálsson
   •  Sjón
   •  Snorri Hjartarson
   •  Sonja B. Jónsdóttir
   •  Stefán Hörður Grímsson
   •  Steinar Bragi
   •  Steingerður Guðmundsdóttir
   •  Steingrímur Thorsteinsson
   •  Steinn Steinarr
   •  Steinunn Ásmundsdóttir
   •  Steinunn Eyjólfsdóttir
   •  Steinunn Sigurðardóttir
   •  Stephan G. Stephansson
   •  Sveinbjörn Egilsson
   •  Sveinbjörn I. Baldvinsson
   •  Sverrir Björnsson
   •  Theodóra Thoroddsen
   •  Védís Leifsdóttir
   •  Vigdís Grímsdóttir
   •  Vilborg Dagbjartsdóttir
   •  Þorgeir Sveinbjarnarson
   •  Þorsteinn Erlingsson
   •  Þorsteinn frá Hamri
   •  Þorsteinn Gíslason
   •  Þorsteinn Valdimarsson
   •  Þóra Jónsdóttir
   •  Þórarinn Eldjárn
   •  Þórbergur Þórðarson
   •  Þórður Helgason
   •  Þórunn Valdimarsdóttir
   •  Þuríður Guðmundsdóttir

 Jónas Hallgrímsson
Dálkur: I Röð: 28
© Haukur Snorrason/photos.is 

 
Kveðja og þökk Íslendinga til Alberts Thorvaldsens

I. Kveðja

Í höfum norður
við himin gnæfir
eyja ísi skyggnd
og eldi þrungin;
þar rís hin fagra
feðra þinna
móðurmold
úr mararskauti.

Fjöld sá hún frægra
fólkbetringa,
vara þeim visku
vant né snilli,
þó hefir engi
annar sem þú,
frægðargeisli
yfir fold þá skinið.

Sæl þættist hún
ef hún sjá mætti
yndi fegurst
augna sinna;
sæl þættist hún
ef hún sjálf mætti
frægð þá fullþakka
er hún fékk af þér.

Hver hefir dýrra
af drottni þegið
annar og unnið
erindi þér?
veitti þér fulla
fegurð að skoða
himnahöfundur,
heimi veittir þú.

Ein situr úti
yfir öldugeimi
fósturfold
feðra þinna,
hefir né eina
augum litið
lífmynd ljúfa
er þú leiddir fram.
Vittu samt að þar
á vörum lifir
broshýrra barna
og blíðra meyja
heitið heimfræga
er heyrir hver
móður margnefna
mögur í landi.

Ó! að þú mættir
augum leiða
landið loftháva
og ljósbeltaða,
þar sem um grænar
grundir líða
elfur ísbláar
að ægi fram.

Þar er Heklufjall
og Hofsjökull,
Baldjökull, Bláfell
og Baulutindur,
Hólmur, Hegranes
og Hlíðin góða,
þar sem enn byggja
ættmenn þínir.

Mundi þá hinn mikli
mögur Þorvaldar
kynland sitt kenna
og karlmannlegt þykja;
tign býr á tindum,
en traust í björgum,
fegurð í fjalldölum,
en í fossum afl.

Mundu þá sveinar
og meyjar bláeygar
Snælands hins snjókrýnda
snúast þér í móti,
frænda færandi
frægstum í heimi
barnslegar ástir
sem bestar kynnu.

Og feður harðhentir
hraustra drengja
og mæður málblíðar
munnhvítra snóta
blessa þann er bjó
börnum þeirra
fyrirmynd fegursta
frægðar að leita.

Og þó und sólu
suðurheima
eyðir þú ævi
að alföðurs vild,
ann þér um aldur
Ísafoldar
sonur og dóttir
meðan sær dunar.

II. Þökk

„Ein situr úti
yfir öldugeimi
fósturfold
feðra þinna,
hefir né eina
augum litið
lífmynd ljúfa
er þú leiddir fram.“

Svo kvað á hausti
hrímgrundar sjót
kynlanda kærstum
þá er kveðju flutti,
vitandi víst
um vingjöf þína,
dulin hvað dveldi
dýrgrip á leið.

Nú hefir bætta
sá er best um kunni
eftirþrá
augna vorra;
sæmir því að sæma
þann er senda lét
vonar fylling
vorþökkum með.

Ungir og aldnir,
andvirki frá
gangið að skoða
í guðs musteri!
skín þar in helga
á höggnum steini
– ljóstær lífsbrunnur –
laug sáttmála.

Hver hefir leiddar
fyrir líkams augu
myndir guðlegar
musterið í?
Hefji höfuð sín
hingað farinn
lýður, og líti
lotningu með!

Sjáið hér fegursta
friðarmynd,
blíða Maríu
með barnið á skauti;
hallast að góðrar
guðsmóður knjám
ungur Jóhannes
og ástarblíður.

Sjáið ánni í
allra manna
lausnara ljúfan
og líknarskæran
skírn að skírast,
áður skepnu sína
guði vinni,
þá er glötuð var.

Sjáið enn fremur
ástvin bestan
barnanna ungu
er hann blessar þau;
„leyfið þeim,“ segir
hinn líknarfulli,
„öllum hjá mér
athvarfs að leita.“

Hver sá í huga
svo helg tíðindi?
hver lét þau stíga
af steininum fram?
Hver hefir leiddar
fyrir líkams augu
myndir guðlegar
musterið í?

Hefji höfuð sín
hingað farinn
lýður og lesi
letur á steini;
englar alskærir
og ástum bundnir
líða þar yfir –
en letrið greinir:

„Risti smíð þessa
í Róm suður
Albert Thorvaldsen
fyrir árum tólf,
ættjörðu sinni
Ísalandi
gefandi hana
af góðum hug.“

Albert Thorvaldsen
ættjörðu gaf;
hve skal ættjörð hans
Alberti þakka?
Breiðar eru bárur
að borgum fram,
frændinn fjarlægur
feðra láði.

Þá væri launað
ef þú líta mættir
ásján upplyfta
ungrar móður,
þar sem grátglaður
guði færir
barn sitt bóndi
að brunni sáttmála.

  prenta