Hvar er Jónas?

Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Íslenskan má ekki staðna og hætta að þróast og þroskast. Þess vegna skulum við halda ótrauð áfram að vinna og leika okkur með tungumálið, þýða sem mest og tengja málið við nýjustu tækni auk þess að smíða ný orð og fá önnur lánuð úr öðrum málum á markvissan hátt. Stöndum saman og notum íslensku á öllum sviðum samfélagsins. Það er besti minnisvarðinn um afmælisbarn dagsins.

Hvar er Jónas?

Afmælisbarn dagsins, þjóðskáldið og orðasmiðurinn Jónas Hallgrímsson, ákvað að rölta um borgina í tilefni af degi íslenskrar tungu. Hann langaði að forvitnast um hvernig okkur gengur að varðveita og þróa okkar ástkæra ylhýra mál. Skelltu þér með og sjáðu hverja hann hitti á afmælisdaginn.