© Haukur Snorrason/photos.is 

Herdísarvík III

Draugar eru eins og dúfur
sem sækja í hús

hvort sem eigendur þeirra eru dauðir
eða bara fluttir.

„Með heilanum Egill hataði og unni“
heyrist kveðið undir ekkasogum öldunnar
þar sem ég stend á brimslegnu grjóti
í Herdísarvík og

höfuðkúpuhvít ský
gárótt eins og hörpuskeljar
ummyndast í öskurgráan heilabörk
sem lónar í formalíni.

Það marrar í þiljum
undir fótum skáldsins
sem gengur fram og aftur
og bíður eftir ró.

Ekki eru öll kurl komin til grafar.

Haukur Ingvarsson