© Haukur Snorrason/photos.is 

Sólbráð

Sólbráðin sest upp á jakann,
sest inn í fangið á hjarni.
Kinn sína leggur við klakann,
kát, eins og augu í barni.

Seytlan úr sporunum sprettir,
spriklar sem glaðasta skrýtla.
Gutlandi, litlir og léttir,
lækirnir niðreftir trítla.

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum