© Haukur Snorrason/photos.is 

Haust hjá læk

Það líður að kvöldi, lækur minn, og nú
loga ekki framar sóleyjar né glóa.
Breyttur er ég – og breyttur ert einnig þú.

Sefið er fallið. Blómljós á bökkum þínum
bitrir stormar af jöklum hafa slökkt.
Sumir spá því að senn muni fara að snjóa.

Vatnið þitt tært, ó vatnið þitt er orðið
vegmótt og skuggadökkt.
Bergir það húm sem blóðið í æðum mínum.

Ólafur Jóhann Sigurðsson