© Haukur Snorrason/photos.is 

Hófsóley

Sólblóm í hófblöðku hreiðri,
hlaðvarpans prýði,
votlendisfitja og valla,
vitjar mín angan þín.
Litfagra hófsól, litla æsku-
leiksystir mín.

– Þó grasið sitt besta geri
að grænlita túnið,
og punturinn hefji þér hærra
sitt hélufax,
og frændi þinn Jakobsfífill,
fjórblaða smárinn
og peningablómið,
vaxi frá degi til dags,
er litur þinn túnsins litur,
er líður á júlí,
sem bylgjandi vogur í sólgulli til að sjá.
– Ég blessa þig systir, brýni ljáinn
og byrja að slá.

Kristján frá Djúpalæk