© Haukur Snorrason/photos.is 

Við Reykjalaug

Svefnlitlir erum vér Sunnlendingar í nótt,
sitjum uppi flestir og stálin hvessum.
Gæti vor allra guð,
gjöldum svikin óaldarflokkum þessum.

Handan vatna helvítin blunda rótt
og hafa eigi skildi úr klyfjum leysta.
Gæti vor allra guð;
Gissur Þorvaldsson veit að yður má treysta.

Í fræði Haukdæla forn og ný hef ég sótt
fararheill af Kristi, víkingum, jötnum.
Gæti vor allra guð!
Glepji þá draumar.

Öskrum á Héraðsvötnum.

Þorsteinn frá Hamri