© Haukur Snorrason/photos.is 

Örnefnaskrá úr Skutulsfirði

Land þar sem lág fjöll heita Hnífar
land þar sem hvassir tindar heita Þjófar
land þar sem maður lítur á sig sem ránsfeng:
lamb sem var stolið.

Í kvöld gleymir lambið
að kofi þess stendur á Dagverðardal:
í kvöld syngur mig í svefn
lækurinn Úlfsá.

Þorsteinn frá Hamri