© Haukur Snorrason/photos.is 

Á gömlu leiði 1841

Fundanna skært í ljós burt leið,
blundar hér vært á beði moldar,
blessaðar fært á náðir foldar,
barnið þitt sært, ó beiska neyð!

Sofið er ástaraugað þitt
sem aldrei brást að mætti mínu;
mest hef eg dáðst að brosi þínu,
andi þinn sást þar allt með sitt.

Stirðnuð er haga höndin þín,
gjörð til að laga allt úr öllu,
eins létt og draga hvítt á völlu
smámeyjar fagurspunnið lín.

Vel sé þér, Jón! á værum beð,
vinar af sjónum löngu liðinn,
lúður á bón um himnafriðinn.
Kalt var á Fróni, Kjærnesteð!

Slokknaði fagurt lista ljós.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós.

Jónas Hallgrímsson