© Haukur Snorrason/photos.is 

Skrúðurinn

Austast fyrir öllu landi
af einhverjum veit ég stað,
fjalleyju grænni og góðri;
getið þér hver muni það?

Hún heitir Skrúður, og skýlir
Skrúðsbónda, öldnum hal;
úti fyrir Fáskrúðsfirði
þú finnur það eyjarval.

Og hvenær sem eg hugsa
um hrútinn og pækilinn,
mér er sem eg sjái’ hann Gísla
og hann séra Ólaf minn.

Jónas Hallgrímsson